Monday, January 17, 2011

Gleðilegt nýtt ár!!!

Nýtt ár og ný ævintýri. Nýfallinn snjór gefur aukna birtu og jafnvel aukna bjartsýni.
Þegar ég leit út um gluggann í morgun, mætti mér þessi sjón
Njótum fegurðar Lífsins. Fegurðin er alltaf til staðar, suma daga er hún augljós en aðra daga  þurfum við kannski að leita aðeins. En hún er alltaf til hérna einhversstaðar :-)

Wednesday, September 1, 2010

Haustið læðist inn ...

... með sína litadýrð, uppskeru og kertaljósakvöld.
Mitt helga reynitré sýnir skýrt hvaða árstíð er í gangi. Blómstrar fagurlega að vori og gefur góða og fallega uppskeru að hausti, veitir fuglum himinsins skjól og okkur mannfólkinu hlýju í hjarta.

Okkur Emblu ömmustelpu, finnst notalegt að sitja inni og sauma, þegar hausta tekur :-)

Nú eru allir kettlingarnir komnir með ný og góð heimili. Mía litla ákvað fljótt að hún ætlar að búa hér áfram og finnst það engum neitt mjög leiðinlegt .... ;-)
Allar árstíðir hafa sinn sjarma sem vert er að njóta til fulls. Þó að sólin sé æ lægra á lofti hið ytra, rís hún stundum því meir hið innra yfir veturinn.

En kisukrúttin halda áfram að kúra og knúsast, sama hvað öllum árstíðum áhrærir :-)

Monday, August 23, 2010

Aðeins tvær eftir

Aðeins tvær læður eftir, yndislegar, kátar og skemmtilegir karakterar. Gætu vel farið saman á heimili, þær sofa yfirleitt saman í kássu :-)

Algerar bjútísystur, finnst þér ekki?

Snúllan hún Snotra bjútí búin að koma sér fyrir í töskunni minni


Dúllan með gráu táslurnar að leika við hundinn systirin ekki langt undan :-)


þessi fagra með hvíta sokka og ...



... systirin með gráu táslurnar 

Algjörar krúttsystur :-)


Tuesday, August 17, 2010

Kisukrúsudúllur

Aðeins þrjú kisukrútt eftir af þessum yndislegu karakterum. 
Þau eru síamsblandaðir, þriggja mánaða, fædd 8. maí 2010. 

Þeir eru hundavanir og leika við fleiri kisuættingja og börn á heimilinu og auðvitað löngu kassavanir. 
Við eigum mömmuna og ömmu og erum í sambandi við fleiri ættingja þeirra og getum hiklaust mælt með eiginleikum þeirra og skemmtilegum karakterum. Þeir eru líka  sérstaklega mjúkir á feldinn, með stór falleg augu og "tala" hátt. :-)

Systurnar fögru sem við köllum stundum Snúllu og Dúllu :-)

Og ljúfi strákurinn hann Snáði með fallega síamsvöxtinn.

Þau eru auðvitað forvitin eins og kisum ber og bjóða gjarnan fram "aðstoð sína" við ýmis verkefni á heimilinu.

Það getur verið mjög skemmtilegt að leika við stóra hundinn á bænum og hann er að læra tökin á þessu :-)

Dúllan litla með gráu tærnar, svo sæt og ljúf og leggur sig gjarnan sem næst manni ... ef hún er ekki upptekin við að hasast í hundinum ;-)

Snúlla litla Snotra er minnst og kallar hátt og mikið ef hún uppgötvar allt í einu að hún er ein í herbergi og kemur síðan hlaupandi á fleygiferð til okkar hahaha
Hún þarf mikla athygli og leggur sig yfirleitt hjá einhverjum, hvort sem það er manneskja, kisa eða hundurinn.


Snáðinn er stærstur enda strákurinn í hópnum. Hann sleikir mann mikið og er skemmtilegur fjörkálfur :-)
Við þurfum að koma þeim á ný góð heimili sem allra fyrst. Ef þið hafið áhuga, tíma og getu til að bæta svona krúsufélaga á heimilið, hringið í Ragnhildir í síma 694-3153, við erum búsett í Hafnarfirði.

Friday, August 6, 2010

Nú varstu heppinn! ennþá til krútt hjá Röggu :-)

Yndislega skemmtilegir kettlingar leita að nýju góðu heimili. Þeir eru alveg tilbúnir að flytja að heiman, auðvitað löngu kassavanir, ljúfir, kelnir, fjörugir, fallegir og miklir karakterar :-)


Vantar þig góðan vin?
eða aðstoð við tölvuvinnsluna? ...

eða hjálp með þvottinn? 

Kannski vantar þig einhvern til að sjá um hárið?

ljúfan vin fyrir hundinn þinn?

eða mjúkan malandi uppeldisfélaga fyrir sólargeislann í lífi þínu ?

Eða bara fjör á heimilið??

Eða falleg rólegheit? 

Það er líka nauðsynlegt að hafa aðstoð við að leysa úr lífsins flækjum.

Eða vantar þig bara nýjan fjölskyldumeðlim sem gerir allt þetta og gefur hlý knús að auki?
ég á ennþá til svona dásemdareintak.

Hringdu bara í gemsann minn 694-3153 ef þú hefur aðstöðu, tíma og hlýju fyrir svona dýrmætan vin :-)

Saturday, June 5, 2010

Dýrin á bænum :-)

Nú er kettlingakrúttutími á heimilinu. Kettlingarnir fimm hennar Eddu eru að verða mánaðar gamlir og verða fallegri og skemmtilegri með hverjum deginum sem líður! :-)


Eddumömmu fannst börnin sín orðin nógu stór til að kynnast Krumma "frænda". 
Mía litla var fyrst til að hitta Krumma. Edda leiddi þau til að hittast í dyragættinni.
Mía litla stækkaði furðuhratt við það að sjá "frænda sinn" ...
og hraðar en nokkur gat gripið inn í, stækkaði og breyttist litla Mía krútta og varð eins og skrímsli um sig! Og hljóðin maður!! Krumma leist ekkert á blikuna og bakkaði inn eftir ganginum.
 Mía litla sneri sér að mömmu sinni og kallaði: "Mamma, ég gat látið hann leggjast!"
"UssUsuss!" sagði Edda. "Þið eigið að vera vinir Mía mín." 
"Já, ég er alveg ágætur sko" sagði Krummi svolítið sár í rödinni. 
En þau sættust auðvitað þegar hin gamla og vitra Eddamamma sagði þeim að dýrin í skóginum ættu öll að vera vinir. :-)
"Nei, og annar?" spurði Krummi. 
"Já, já, þeir eru sko fimm í allt" sagði hin stolta móðir :-)
"En gaman og þeir eru svo sætir og fínir, ég hlakka til að kynnast þeim betur" sagði Krummi og knúsaði Eddu "systur" sína.
"Þú ert bestastur, Krummi minn" sagði Edda og smellti stórum kossi á hann bróður sinn :-)

Monday, February 8, 2010

Rosabaugur um sólu og litli Miyazaki

 
 Ég reyndi að ná mynd af þessum rosabaug á litlu myndavélina mína, hann sést nú bara nokkuð ef vel er horft.
  
 og aðeins "nær". Magnað fyrirbæri!
 
Litli sæti Miyazaki Alexarsonur, þriggja mánaða dúllukrúttuljúflingur :)